Ábati við fjármögnun á umhverfisbætandi verkefnum
Lánasjóðurinn hvetur sveitarfélög til umhverfisbætandi verkefna sem uppfylla græna umgjörð sjóðsins með því að veita græn lán. Sjóðurinn gaf út í gær, 16. nóvember, í græna skuldabréfaflokki sínum LSS040440 GB að nafnvirði ISK 660.000.000.
Græni skuldabréfaflokkurinn LSS 40 GB er verðtryggður, jafngreiðslulán, með föstum vöxtum til 17 ára. Útlánavextir til sveitarfélaga og stofnanna í þeirra eigu verða nú 2,88%.
Á sama tíma gaf sjóðurinn út í hefðbundna flokkum LSS 39 0303, sem er verðtryggður, jafnar afborganir, með föstum vöxtum til 16 ára. Útlánavextir til sveitarfélaga og stofnanna í þeirra eigu verða 3,00%.
Þessir flokkar eru mjög sambærilegir fyrir utan þá staðreynd að LSS 40 GB má einungis lána til umhverfisbætandi verkefna. Því er það skýrt að ábatinn við að fjármagna umhverfisbætandi verkefni eru lægri vextir.