Fara í efni

Ársreikningur 2021

Ljósm.: Ingibjörg Hinriksdóttir
Ljósm.: Ingibjörg Hinriksdóttir

Hagnaður Lánasjóðs sveitarfélaga nam 536 milljónum króna á árinu 2021 samanborið við 783 milljónir króna á árinu 2020.

Hagnaður Lánasjóðs sveitarfélaga nam 536 milljónum króna á árinu 2021 samanborið við 783 milljónir króna á árinu 2020.

Heildareignir sjóðsins í lok ársins voru 168 milljarðar króna en voru 144 milljarðar í árslok 2020 sem er aukning um 18%. Heildarútlán sjóðsins námu 160 milljörðum króna í lok ársins samanborið við 136 milljarða í árslok 2020.

Markaðsverðmæti verðbréfaútgáfu nam 29,2 milljörðum króna samanborið við 31,8 milljarða króna á árinu 2020.

Eigið fé nam 19,6 milljörðum króna en var 19,1 milljarðar í árslok 2020. Vegið eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki er 630% sem nú er reiknað með fullri mildun. Í árslok 2020 var hlutfallið 454%. Lánasjóðurinn ákvað að nýta mildunarákvæði við eiginfjárútreikninga vegna útlána til sveitarfélaga í íslenskum krónum og eru með veð í tekjum sveitarfélaga.

Stjórn sjóðsins leggur til að á árinu 2022 verði hluthöfum ekki greiddur út arður vegna afkomu ársins 2021 til að styrkja stöðu sjóðsins og tryggja vöxt eigin fjár.

Helstu niðurstöður í milljónum króna:

Rekstur ársins 2021 2020
     
Hreinar vaxtatekjur..................................... 686 803
Aðrar rekstrartekjur (gjöld).......................... 102 200
Almennur rekstrarkostnaður........................ 252 220
Afkoma fyrir óreglulega liði...................... 536 783
Óreglulegir liðir.......................................... 0 0
Hagnaður ársins...................................... 536 783
     
Efnahagur 31. desember    
Handbært fé.............................................. 788 4.349
Ríkisbréf og ríkisvíxlar................................ 7.210 3.031
Markaðsverðbréf........................................ 167 448
Útlán og kröfur........................................... 159.876 135.722
Aðrar eignir............................................... 46 44
Eignir samtals.......................................... 168.087 143.593
     
Verðbréfaútgáfa........................................ 146.577 122.529
Aðrar lántökur........................................... 1.810 1.905
Aðrar skuldir og skuldbindingar................... 102 97
Skuldir samtals........................................ 148.490 124.532
     
Eigið fé.................................................... 19.598 19.062
CAD- hlutfall m/hefðbundinni mildun............ 56% 61%
CAD- hlutfall m/fullri mildun......................... 630% 454%

 

Framtíðarhorfur

Lánasjóður sveitarfélaga væntir þess að eftirspurn eftir útlánum verði minni á árinu 2022 en síðustu ár þar sem nú sér fyrir enda á COVID-19 faraldrinum. Lánskjör eru með hagstæðasta móti en blikur eru á lofti vegna ófriðar og verulega aukinnar verðbólgu bæði innanlands og utan. Sjóðurinn er vel varinn gegn áhrifum af slíku. Lánasjóðurinn mun starfa í grundvallaratriðum svipað og undanfarin ár þar sem unnið hefur verið að eflingu á starfsemi hans og aukinni þjónustu við sveitarfélögin með því að nýta gott lánstraust sjóðsins til að uppfylla meginhlutverk hans.

Opinn kynningarfundur fyrir markaðsaðila verður haldinn mánudaginn 14. mars kl. 9.00. Óttar Guðjónsson framkvæmdastjóri mun kynna afkomu og efnahag sjóðsins ásamt því að svara spurningum. Fundurinn er fjarfundur og eru markaðsaðilar beðnir um að staðfesta þátttöku á fundinum með því að senda tölvupóst á ottar@lanasjodur.is.

Ársreikningur Lánasjóður sveitarfélaga 2021