Endurskoðuð útgáfuáætlun fyrir árið 2024

Lánasjóður sveitarfélaga hefur frá áramótum gefið út skuldabréf að fjárhæð samtals 9,3 milljarða króna að markaðsvirði. Sjóðurinn áætlar að gefa út 4,7 til 9,7 milljarða króna til viðbótar á árinu. Áætluð heildarútgáfa fyrir árið 2024 er því á bilinu 14 til 19 milljarðar króna að markaðsvirði.
Áætlun þessi miðast við núverandi aðstæður á markaði. Verði breytingar á markaðsaðstæðum má reikna með að ofangreind áætlun geti breyst. Lánasjóður sveitarfélaga endurskoðar áætlanir sínar hálfsárslega eða oftar ef þörf krefur.
Næsta útboð er fyrirhugað þann 11. september 2024.