Fara í efni

Framvinduskýrsla grænna skuldabréfa 2023

Framvinduskýrsla grænna skuldabréfa 2023

Lánasjóður sveitarfélaga hefur gefið út framvinduskýrslu grænna skuldabréfa fyrir árið 2023. Útlán til grænna verkefna sveitarfélaga var umtalsverð meiri á árinu 2023 í samanburði við græn útlán á árinu 2022. 

Skýrsluna má lesa hér.

Heildarlánveitingar Lánasjóðsins fyrir árið 2023 voru 5.400 milljónir. Það er umtalsvert hækkun frá árinu 2022, en þá lánaði sjóðurinn út 983 milljónir í grænar lánveitingar. Árið 2023 var metár í grænum lánveitingum frá því að Lánasjóðurinn hóf umhverfisbætandi vegferð sína. Fjórir aðilar tóku græn lán hjá sjóðnum 2023 til samanburðar við fimm aðila árið áður.

Í júní á síðasta ári tók gildi löggjöf sem varðar auknar upplýsingakröfu um sjálfbærni hjá fjármálafyrirtækjum. Lánasjóðurinn hefur flokkað allar grænar lánveitingar síðasta árs í samræmi við ákvæði flokkunarreglugerðarinnar. Voru allar lánveitingar flokkaðar miðað við þau verkefni sem lánað var til og lagt mat á hvort þau féllu undir þá flokka sem skilgreindir eru samkvæmt flokkunarreglugerðinni. Enginn lántaki gat staðfest að viðkomandi verkefni uppfyllti tæknileg matsviðmið flokkunarreglugerðarinnar að öllu leyti.

Nánari upplýsingar veitir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, ottar@lanasjodur.is