Friðjón Gunnlaugsson hefur verið ráðinn sem Lánastjóri hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Friðjón Gunnlaugsson hefur verið ráðinn sem Lánastjóri hjá Lánasjóði Sveitarfélaga. Friðjón hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 2008 og á árunum 2008 til 2017 hjá Arion banka og 2018 til 2020 hjá Stefni. Friðjón hefur frá 2021 starfað hjá KPMG.
Friðjón er með MAcc próf í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands og BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Friðjón er með próf í verðbréfaviðskiptum og er vottaður fjármálaráðgjafi.
Friðjón er giftur Furu Sóleyju Hjálmarsdóttur og eiga þau þrjár dætur.
Lánasjóður sveitarfélaga ohf. er lánafyrirtæki í eigu sveitarfélaga landsins. Meginhlutverk Lánasjóðsins er að tryggja íslenskum sveitarfélögum, stofnunum þeirra og fyrirtækjum lánsfé á hagstæðum kjörum. Útlán hans takmarkast þó við verkefni sem hafa almenna efnahagslega þýðingu.