Fara í efni

Lánasjóður sveitarfélaga - Breytingar á stjórn

Lánasjóður sveitarfélaga - Breytingar á stjórn

Vegna anna sem sveitarstjóri í ört vaxandi sveitarfélagi hefur Elliði Vignisson sagt sig úr stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Fjóla St. Kristinsdóttir bæjarstjóri í Árborg er varamaður Elliða og tekur sæti hans sem aðalmaður fram að næsta fundi hluthafa Lánasjóðsins.

Elliði segir í tilkynningu til stjórnar:

„Sveitarfélagið Ölfus, hvar ég starfa sem faglegaráðinn bæjarstjóri, er núna á ákveðnum tímamótum. Íbúum fjölgar hratt og atvinnulifið er í veldisvexti. Verið er að ráðast í miklar framkvæmdir til að styðja þennan vöxt auk þess sem öll þjónusta er í uppbyggingu. Þá hefur sveitarfélagið stigið fast fram í orkumálum og ma. stofnað Orkufélagið Títan og þar gegni ég stöðu framkvæmdastjóra. Enn eru þá ótalin verkefni sem tengjast hafnarframkvæmdum, vindorkuverkefnum, stofnun grænna iðngarða og margt annað sem breytt hefur forsendum fyrir öðrum störfum mínum. Mat mitt er að athygli mín þurfi að vera óskipt á hagsmunum sveitarfélagsins.“

 

Stjórn og starfsmenn Lánasjóðsins þakka Elliða ánægjulegt samstarf á liðnum árum.

 

Nánari upplýsingar veitir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, ottar@lanasjodur.is / s. 515 4949