Fara í efni

Lánasjóður sveitarfélaga gerir samning um viðskiptavakt við Fossa fjárfestingabanka

Lánasjóður sveitarfélaga gerir samning um viðskiptavakt við Fossa fjárfestingabanka

Lánasjóður sveitarfélaga hefur undirritað aðalmiðlarasamning við Fossa fjárfestingabanka í tengslum við útgáfu skuldabréfa Lánasjóðsins og viðskiptavakt á skuldabréfaflokkunum LSS150434, LSS151155 og LSS 39 0303. Markmiðið með samningunum er að styrkja aðgang Lánasjóðsins að lánsfé og efla verðmyndun á eftirmarkaði.

Helstu atriði samningsins eru:

  • Aðalmiðlarar hafa einir aðgang að útboðum Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.
  • Aðalmiðlari skuldbindur sig til að setja fram markaðsmyndandi tilboð í útboðum skuldabréfa lánasjóðsins að lágmarki 100 m.kr. að nafnverði samanlagt í þá flokka sem í boði eru í hverju útboði, að hámarki þó einu sinni í hverjum mánuði.
  • Aðalmiðlarar hafa einir aðgang að sérstökum verðbréfalánum sem Lánasjóðurinn veitir.
  • Aðalmiðlari er viðskiptavaki á eftirmarkaði fyrir þrjá skuldabréfaflokka Lánasjóðsins og setur fram kaup- og sölutilboð að lágmarki (nafnv.) sem hér segir:
    • LSS150434: 40 m.kr.
    • LSS151155: 20 m.kr.
    • LSS 39 0303: 40 m.kr.
  • Aðalmiðlari skuldbindur sig til þess að verðmunur kaup- og sölutilboða hans fari ekki yfir 1% fyrir LSS150434 og LSS 39 0303 en 1,25% fyrir LSS151155.
  • Aðalmiðlara er skylt að endurnýja tilboð sín innan 15 mínútna frá því að þeim hefur verið tekið. Ef aðalmiðlari á viðskipti á einum viðskiptadegi fyrir samtals 200 m.kr. að nafnvirði með þá flokka lánasjóðsins sem viðskiptavakt er með er honum heimilt að víkja út frá hámarksmun kaup- og sölutilboða.

Samningurinn tekur gildi frá og með 1. apríl 2025