Niðurstaða aðalfundar 2025

Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. var haldinn bæði rafrænt og með hefðbundnum hætti 20. mars 2025 kl. 16:00.
Helstu niðurstöður fundarins:
1. Ársreikningur 2024 lagður fram til afgreiðslu
- Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins vegna ársins 2024.
2. Ákvörðun um greiðslu arðs
- Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar sem hljóðaði svo: „Stjórn sjóðsins leggur til að á árinu 2025 verði ekki greiddur út arður vegna afkomu 2024 til hluthafa til að styrkja stöðu sjóðsins og tryggja vöxt eigin fjár.“
3. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum Lánasjóðsins
- Engar tillögur lágu fyrir fundinum.
4. Tillaga um starfskjarastefnu
- Starfskjarastefna var samþykkt en engar breytingar eru á starfskjarastefnunni frá fyrra ári.
5. Kosning stjórnar skv. 15 gr. samþykkta félagsins
Í stjórn félagsins voru kjörin:
Aðalmenn:
- Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, var sjálfkjörinn formaður stjórnar
- Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík
- Guðmundur B. Baldvinsson, fyrrum formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar
- Halldóra Káradóttir, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar
- Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum
Varamenn:
- Helgi Hlynur Ásgrímsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi
- Fjóla St. Kristinsdóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafninghrepps.
- Grímur R. Lárusson, sveitarstjórnarfulltrúi í Húnabyggð.
- Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings
- Jóhanna Ösp Einarsdóttir, oddviti Reykhólahrepps
6. Kosning tilnefningarnefndar
Í tilnefningarnefnd voru kosin:
- Magnús B. Jónsson, formaður
- Aldís Hafsteinsdóttir
- Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
7. Kosning utanaðkomandi fulltrúa í endurskoðunarnefnd
- Þórdís Sveinsdóttir var kosin utanaðkomandi fulltrúi í endurskoðunarnefnd.
8. Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis
- Aðalfundur kaus endurskoðunarfyrirtækið KPMG sem endurskoðanda félagsins fyrir árið 2025.
9. Tillaga um laun stjórnar og undirnefndar stjórnar
Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um stjórnarlaun þannig að stjórnarlaun verði kr. 205.960,- fyrir hvern mánuð og taki breytingum miðað við launavísitölu 1. janúar n.k. Laun varaformanns verða 1,25-föld mánaðarlaun stjórnarmanna og laun formanns verða 1,5-föld mánaðarlaun stjórnarmanna. Varamenn í stjórn skulu fá laun fyrir hvern setinn fund, sem eru jöfn mánaðarlaunum stjórnarmanns.
Önnur mál voru ekki borin upp.